Feeds:
Posts
Comments

P.S.

Jelaluddin Rumi (1207-1273), born when Snorri Sturluson (Icel. author) was 28 or 9 years old, wrote the poem which ends my autumn-blogs at The Library of Water. I bought his book of poetry on a very cold December day in New York, after I met a man from Iran, who told me about the poet; my informer was a filmmaker, making living by repairing sewing machines. Later Buket Uzuner, writer from Turkey, told me more stories. The Icelandic poet and writer Gyrðir Elíasson has translated couple of Rumi´s poems, so here appears one poem in two languages; a fine poem for a Sunday.

*

MY WORST HABIT

My worst habit is I get so tired of winter
I become a torture to those I´m with.

If you´re not here, nothing grows.
I lack clarity. My words
tangle and knot up.

How to cure bad water? Send it back to the river.
How to cure bad habits? Send me back to you.

When water gets caught in habitual whirlpools,
dig a way out through the bottom
to the ocean. There is a secret medicine
given only to those who hurt so hard
they can´t hope.

The hopers would feel slighted if they knew.

Look as long as you can at the friend you love,
no matter whether that friend is moving away from you
or coming back toward you.

~

Don´t let your throat tighten
with fear. Take sips of breath
all day and nights, before death
closes your mouth.

*

The same poem in Gyrðir´s translation:

*

Minn versti ávani

Minn versti ávani er að ég verð
svo þreyttur á vetrinum að ég
er plága fyrir þá sem umgangast
mig.

Sért þú ekki hjá mér, blómgast ekkert.
Hugsun mín óskýr. Orð mín öll
í einni bendu.

Hvernig á að hreinsa gruggugt vatn?
Með því að veita því aftur út í ána.
Hvernig á að lækna slæman ávana?
Með því að senda mig aftur til þín.

Þegar vatn lendir í sífelldri hringiðu,
á að grafa leið eftir botninum til sjávar.
Fyrir þá sem kveljast svo að vonin
yfirgefur þá, er til lyf sem aðeins
fáir þekkja.
Þeir sem vona teldu sér misboðið
ef þeir þekktu það.

Horfðu á vin þinn eins lengi og þú getur,
sama hvort þessi vinur er að yfirgefa þig
eða koma aftur til þín.

Ekki láta kverkarnar
herpast af ótta. Dragðu
látlaust andann þar til
dauðinn lokar munni
þínum.

* * *

/ Vatnasafnið/The Library of Water / 30XI13 / kó

Farewell

Today I leave Stykkishólmur in a super stormy weather.
All of a sudden my friend is swept in (blows in) while I am blogging.
(Like the biggest leaf in history.)
She drove from Reykjavík in a car so big it resembles a tank.
But she looks like an astronaut. I say:
Hi, Neil Armstrong.
She says: Hi.
I´ve got 14 bags, formal and informal bags, containing books, tools, notebooks,
diaries, machinery, clothes, to move from the library´s residency into the tank/space-ship/geimskip.

*

Thank you so much dear Library of Water for fantastic time and autumn.
I will forever miss you.

*

Thank you so much Ragnheiður, Stykkishólmsbær, ArtAngel, Fríða, James, Roni Horn, Charmian, Einar, Gyða.

*

And best of luck to you and everyone on our planet.

May all humans enjoy a good and much better life and may poorness
and bad conditions disappear, racism and sexism, and violence,
so people may live their life with dignity and in freedom.
May we enjoy the luck to save the earth and the environment.
My deepest respect and gratitude,

*

IMG_0160

*

/ Vatnasafnið/The Library of Water / 30XI13 / kó

Þrjár konur

IMG_0167

Í gær fór ég í Bónus, eins og ég geri annan hvorn dag og oft á hverjum degi, og keypti nesti fyrir morgundaginn – daginn í dag. Þar vinna strákar og stelpur og konur. Agnieszka er glöð og hláturmild, við Svandís spjöllum alltaf eitthvað, um rokið, um lífið, Örnu Margréti hitti ég fyrst í gær, hún er í skóla og vinnur í búðinni stundum. Við settumst niður á kaffistofunni og ég fékk að spyrja þær nokkra spurninga, lofaði að viðtalið tæki ekki lengri tíma en sjö mínútur, ég reyndi að skrifa hratt. Ég var á trufla á föstudagseftirmiddegi, en áður en törnin byrjar, nýkomin úr göngutúr: kuldinn var aftur byrjaður að stoppa upp regnblauta jörðina á stígnum sem daginn áður var aurugur.
Ég byrja á því að taka af stúlkunum mynd, Svandís stjórnar tökunum, og næst kemur að spurningastundinni:

Eruð þið frá Stykkishólmi?

ARNA MARGRÉT: Nei, ég er frá Grindavík.
AGNIESZKA: Nei, ég er frá Póllandi, Jarúslav.
SVANDÍS: Nei, ég er frá Grundarfirði.

Hvar hafið þið búið?

SVANDÍS: Á Grundarfirði og í Stykkishólmi.
ARNA MARGRÉT: Í Grindavík, Hafnarfirði, Vogunum, Keflavík og í Stykkishólmi.
AGNIESZKA: Í Stykkishólmi, Jarúslav og Kraká.

Hvar þykir ykkur best að búa?

AGNIESKA: Ég veit það ekki. Ég hef búið í sex ár í Stykkishólmi og hér á ég börn og mann.
ARNA MARGRÉT: Ég veit ekki alveg, ég var svo lítil þegar ég bjó í Keflavík. Annað hvort Keflavík eða Stykkishólmur.
SVANDÍS: Í Stykkishólmi.

Langar ykkur að búa í Reykjavík?

SVANDÍS: Já, alla vega að prófa það.
ARNA MARGRÉT: Nei.
AGNIESZKA: Nei.

Hver er uppáhaldsmaturinn ykkar?

ARNA MARGRÉT: Lasagnaið hennar mömmu.
SVANDÍS: Hreindýrakjöt.
AGNIESZKA: Spagettí.

Hver er uppáhaldsdagur vikunnar?

ARNA MARGRÉT: Föstudagur, þegar ég kem heim úr skólanum.
SVANDÍS: Mánudagur, þegar ég er að byrja nýja vinnuviku, mér finnst alls ekki leiðinlegt að vinna.
AGNIESZKA: Föstudagur.

Hver er uppáhaldfuglinn ykkar?

SVANDÍS: Örninn.
AGNIESZKA: Veit það ekki.
ARNA MARGRÉT: Örninn.
SVANDÍS: Hann er svo stór og flýgur tignarlega.

Hver er uppáhaldstónlistin ykkar?

ARNA MARGRÉT: Klassískt rokk.
SVANDÍS: Mín líka.
AGNIESZKA: Mín líka.

Hvernig sjáiði fyrir ykkur framtíð Íslands?

SVANDÍS: Veit það ekki, það er ómögulegt að segja.
ARNA MARGRÉT: Ég hef ekki hugmynd um það, hef ekkert pælt í þessu.
AGNIESZKA: Veit það ekki.

Hvernig finnst þér Íslendingar, Agnieszka? Eitthvað öðruvísi?

AGNIESZKA: Já.

Hvernig öðruvísi?

AGNIESZKA: Það er betra fólk á Íslandi, opnari, talar meira við mann, já, bara þægilegt fólk.

Þú kemur frá miklu menningarlandi, ótrúlega flott ljóðskáld, leikhús, kvikmyndir, tónskáld, finnst þér vanta þennan menningarstreng í fólk hér?

AGNIESZKA: Já.

Hver er uppáhaldsdrykkurinn ykkar?

SVANDÍS: Vatn.
ARNA MARGRÉT: Grænn kristall.
AGNIESZKA: Bjór.

Spurningunum lýkur í bili. Kærar þakkir, Agnieszka, Arna Margrét og Svandís. Ég fylgi Svandísi í gegnum bakganga búðarinnar og fæ að taka mynd af skápunum sem hér birtist. Við göngum út um útgang starfsfólksins, hún hættir fyrr á daginn en hinir, hún er að minnka við sig, svo kveðjumst við á glansandi bílaplaninu, það er komið myrkur. Ég hugsa um tímann, hvernig hann líður, hvernig hann breytir mér. Agnieszka kveikti hugsanirnar. Ég skrái það hérmeð: þetta með tímann, mun muna það aftur lesi ég þetta einhvern tímann seinna: hvernig ég hugsaði eitt sinn um tímann á glansandi dimmu bílaplani í nóvemberlok. Þegar nýbúið var að hengja jólaskraut á ljósastaurana.

IMG_0170

*

/ Vatnasafnið/The Library of Water / 29-30XI13 / kó

IMG_0112

In what kind of film does this grass grow?
It also resembles my hair.

Í hvernig bíómynd vex þetta gras?
Það líkist einnig hárinu mínu.

*

/ Vatnasafnið/The Library of Water / walk/göngutúr: 29XI13 / kó

IMG_0098

Yesterday the morning light came from a fairytale.
I wrote a poem about the light.

Morgunbirtan í gær var ótrúleg, ég trúði ekki
eigin augum, hún er aðeins toppurinn af ísjakanum:
þessi mynd.
Ég skrifaði ljóð um ljósið.

*

/ Vatnasafnið/The Library of Water / 30XI13 / kó

IMG_0089

Guðlaug og Hafdís vinna í Apótekinu, sem staðsett er rétt innan við hliðið inn í Stykkishólm. Þegar ég kom hingað snemma í haust voru þær fyrstu manneskjurnar sem ég átti samtöl við. Þær taka á móti fólkinu með ljúfmennsku, ró og glettni. Hafdís veit allt um körfubolta og segir mér frá gangi leikja íþróttafélagsins Snæfells. Í kvöld er leikur á móti Stjörnunni, en líklega missi ég af honum, afþví hvað ég er sein að steikja mér hamborgara. Nú í dag samþykktu þær að koma í viðtal fyrir vef Vatnasafnsins.

Eruð þið frá Stykkishólmi?

GUÐLAUG: Já.
HAFDÍS: Já.

Hafið þið búið annars staðar og hvar þá?

GUÐLAUG: Í Reykjavík og í Mývatnssveit.
HAFDÍS: Ég hef búið í Reykjavík og hér.

Og hver er munurinn á Stykkishólmi og Reykjavík?

HAFDÍS: Allt er mikið betra í Stykkishólmi, eða það finnst mér.
GUÐLAUG: Sumt er betra og það eru fleiri kostir að búa úti á landi en í bænum, hér er til dæmis betra að ala upp börn.
HAFDÍS: Mikið betra.
kó: Og ég hef tekið eftir því að það er meiri tími fyrir börn hérna.
GUÐLAUG: Já og krakkarnir eru miklu frjálsari. En það eru minni atvinnumöguleikar hér, meiri möguleikar í Reykjavík.

Starfið þið við ferðaiðnaðinn á sumrin?

HAFDÍS: Nei.
GUÐLAUG: Nei, ekki annað en að afgreiða ferðafólk.

Er það mikill bisness?

HAFDÍS: Já, það er töluvert meira að gera hér á sumrin.

Hvernig er vítamínsalan í apótekinu?

GUÐLAUG: Fólkið hér tekur mikið vítamín og fæðurbótarefni, það hugsar mjög vel um heilsuna.

Hver er uppáhaldsmálsverðurinn ykkar?

HAFDÍS: Fiskur, vel matreiddur fiskur úr Breiðafirði, ekkert svona togaradrasl.
GUÐLAUG: Ég get verið sammála þér og lambakjötið finnst mér líka alltaf gott. Annars finnst mér allt gott.

Hvar fær maður fisk sem er ekki togaradrasl?

HAFDÍS: Ég er svo heppin að eiga sjómann. En það er skammarlagt að hér skuli ekki starfa nein fiskbúð og ekki á öllu Snæfellsnesinu.

Hver er uppáhaldsdagur vikunnar?

HAFDÍS: Miðvikudagur. Voða notalegur dagur. Og stelpukvöld í sjónvarpinu svo maður getur verið í friði.
GUÐLAUG: Föstudagur.

Hver er uppáhaldsfugl ykkar? Þ.e.a.s. lifandi.

GUÐLAUG: Það er erfitt að gera upp á milli, ég hrífst af svo mörgum fuglum, en mér þykir alltaf vænt um lóuna, svo þykir mér teistan fallegust.
HAFDÍS: Eftir að ég flutti út á Hjallartangann þá finnst mér virkilega notalegt að vakna við endurnar. Það er líka alltaf notalegt að heyra í skógarþrestinum.

Hver er uppáhaldstónlistin ykkar?

HAFDÍS: Rolling Stones.
GUÐLAUG: Ekkert sérstakt, ég get hlustað á allt.
HAFDÍS: Já, maður er alæta á tónlist. En mér finnst samt Rolling Stones alltaf bestir.

Hver er uppáhaldsdrykkurinn?

HAFDÍS og GUÐLAUG (samtímis): Vatn!
GUÐLAUG: Vatn er alla vega eitthvað sem maður vill ekki vera án.

Hvernig sjáiði fyrir ykkur framtíð Íslands?

GUÐLAUG: Vonandi bjartari en hún er núna. Maður hugsar mikið um efnahagsástandið núna.
HAFDÍS: Verður maður ekki að trúa á að við séum komin á botninn og að framundan sé bara uppleið?
GUÐLAUG: Alla vega svo maður geti farið að njóta þess að vera til.
HAFDÍS: Njóta þess að vera Íslendingur.

*

Spurningunum lýkur í bili og ég tek af stúlkunum mynd og kveð. Bestu þakkir fyrir viðtalið og augnablikin hér í Apótekinu, kæru Guðlaug og Hafdís.

*

/ Vatnasafnið/The Library of Water / 28XI13 / kó

IMG_0082

Rakel recently came back home from London.
Rakal er nýkomin heim frá London.

She told me about the colour: Midnight in Moskow.
Hún sagði mér frá litnum: Miðnætti í Moskvuborg.

*

/ Vatnasafnið/The Library of Water / 28XI13 / kó

IMG_0023

The road continues dancing. In the rain.
Vegurinn heldur áfram að dansa. Í rigningunni.

*

/ Vatnasafnið/The Library of Water / walk/göngutúr: 28XI13 / kó

Journal

(***)

My friend came for a visit and stayed fortunately for more then a couple of days. I hoped the wind would close the road to Reykjavík this evening before she left Stykkishólmur with the bus; I think she hoped the same. Last night was more than stormy, this morning and yesterday as well. It is a windy, strong-windy, autumn and beginning of winter. Last night I woke up from nightmare, where a person had been jailed, a political prisoner. She or he sat and hid in one corner. From different corners and angles of a big and empty building guns waited for her or his movement. The situation was quivering. One could hear the breath of a cockroach. Finally – after a decade of knife-thin suspense – the prisoner moved and many fingers of different hands touched the triggers. I woke up before the shot. Super frightened and with this message in my head: there are not 2 or 3 enemies seeking power over the world, the power which rule is: 1, and has no enemy.
I could not sleep more and listened to the wind until I turned on the lamp and worked until morning. I wondered if the wind was not getting tired.

*

My favourite writer is Leo Tolstoy (1828-1910). I have been reading Anna Karenina (1877) aloud for my friend. I am almost convinced that Sophia Tolstoy (1844-1919), Leo’s wife, and he, wrote the novel together. Or maybe she did? The insight into womens´ life is so sensitive, the fun the writers make of the social structures is both ways outlandish and inside-ful. They/she/he have built a fictive world of women very systematically, well constructed and organized, it contains a message.

*

I am in doubt if the word: sensitive, has the meaning I seek.

*

To write a novel – a long big one – craves some couple of eye-pairs.

*

The Norseman Henrik Ibsen was born same year as Leo Tolstoy, died 4 years earlier. His Doll House was published or premiered in 1879. (These works, about Anna K. and Nora, is of the same age, like classmates). Henrik’s number one editor was Suzannah (1836-1914), his wife. She read all his scripts, from first draft to final, and criticized un-carefully his work. She said – threatened him – when he was writing the play about Nora:
Either I leave or Nora.
Nora left Doll House. Suzannah stayed in the writer´s home, reading more and more stuff, in her cosy little reading room, endorsing her husband with new and new ideas.

*

These days I think about Anna K, Kitty, Dolly and Nora. About Sophia and Suzannah. I also think about if Edith Södergran read Anna Karenina in Russian. Then I imagine: what if Edith met at a sanatorium: Muggur, an Icelandic artist, born almost the same year as she, died the same year; both of them suffered from tuberculosis; would they have made good friends?
I’m situated/placed somewhere there: 80ies, 90ies of 19th century, and the first 2 decades of age n. 20. And I miss my friend.

*

I wonder if I continue to read the book, soundlessly, or wait until I come back to Reykjavik, where my friend will listen.

*
The number 1 news of today is this following:

A large many people (39) was fired from RUV, the national broadcasting service. The plan is to dismiss 60 persons. This could mark/marks the death – the end – of a national radio and television in the country. Writers among so many others are devastated.

*

/ Vatnasafnið/The Library of Water / 27XI13 / kó

IMG_9821

A gate of a movie which brings hope in the end.
Hlið inní kvikmynd sem gefur von í lokinn.

*

P.S. A different kind of movie than the one which introduces an unusual sorrow.
(What is unusual sorrow?)
P.s. Öðruvísi mynd en þessi sem er tekin þarna rétt hjá, með skrítnu sorginni í.
(Hvað er skrítin sorg?)

*

The hope is for sissies.
Vonin var sleikjó og nú er hún tyggjó.

*

/ Vatnasafnið/The Library of Water / walk/göngutúr: 13XI13 / kó